Þetta líf

Hani

Þetta líf er svona núna: Ég er að reyna að skrifa. Reyna að skrifa ritgerð, reyna að skrifa skáldsögu, reyna að skrifa greinar, reyna að skrifa blogg, reyna að skrifa háskólaumsóknir, reyna að skrifa Facebook-statusa, reyna að skrifa núið, reyna að skrifa framtíðina. Samt er ég ekki nógu duglegur við að skrifa, en það stendur til bóta.  Mestu skiptir þó að ég sé byrjaður aftur að blogga, þótt það sé allsendis óvíst að ég haldi því áfram.

Hér er svo mynd af albönskum hana í rusatunnu. Hún er tekin fyrir nærri sex árum síðan í Kruja, skammt frá Tirana. Hvað lifa hanar eiginlega lengi? Kannski er hann dáinn núna, það væri leiðinlegt, mér þykir einkennilega vænt um hann þótt við höfum bara átt þessar sjö sekúndur saman sem tók mig að taka myndina.